Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. september 2019 14:05
Ívan Guðjón Baldursson
Wilder um Dean Henderson: Hann verður að gera betur
Mynd: Getty Images
Chris Wilder var svekktur eftir 0-1 tap Sheffield United gegn toppliði Liverpool í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Liverpool átti erfitt uppdráttar og gerði Georginio Wijnaldum sigurmarkið á 70. mínútu.

„Ég er ekki sáttur með þessi úrslit. Liverpool átti slæman dag og við nýttum okkur það ekki. Við misstum af tækifæri til að ná í stig," sagði Wilder.

„Við gáfum þeim alltof auðveld færi og nýttum svo ekki okkar tækifæri hinu megin á vellinum. Við hefðum getað nælt okkur í stig í dag en nýttum ekki færin okkar. Stigin skipta mestu máli og við náðum ekki í þau stig sem við áttum skilið í dag."

Sigurmarkið skrifast að stórum hluta á Dean Henderson, markvörð Sheffield að láni frá Manchester United, sem missti skot Wijnaldum í gegnum klofið á sér.

„Svona hlutir gerast þegar maður er atvinnumaður í fótbolta. En ef Dean vill spila fyrir toppliðin eða enska landsliðið þá verður hann að gera betur en þetta. Hann þarf að halda meiri einbeitingu.

„Þetta eru vonbrigði fyrir hann og ég ætla ekki að hugga hann. Þetta er mjög einfalt, hann verður að gera betur."

Athugasemdir
banner
banner