Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   þri 28. september 2021 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rashford snýr aftur um miðjan október
Mynd: EPA
Marcus Rashford leikmaður Manchester United hefur ekkert geta leikið með liðinu á þessari leiktíð þar sem hann gekkst undir aðgerð á öxl.

Hann sagði frá því í gær að hann muni hitta lækni á föstudaginn og ef það gengur vel muni hann geta byrjað að æfa rólega.

Hann mun þó ekki vera klár fyrir leik Man Utd gegn Everton um helgina.

Hann gæti þó tekið þátt í æfingarleik sem verður leikinn fyrir luktum dyrum á meðan á landsleikjahléinu stendur sem er um þar næstu helgi og gæti því verið klár með aðalliði United stuttu eftir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner