þri 28. október 2014 17:15
Magnús Már Einarsson
Bjarni Guðjóns tekinn við KR (Staðfest)
Gummi Ben til aðstoðar
Mynd: Fótbolti.net - Mate Dalmay
Bjarni Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari KR en hann skrifaði undir samning við félagið í dag. Samningurinn er til þriggja ára.

Hann tekur við liðinu af Rúnari Kristinssyni sem mun líklega taka við Lilleström á næstu dögum eftir að hafa þjálfað KR síðan árið 2010.

Hinn 35 ára gamli Bjarni er mikils metinn í Vesturbænum en hann kom til KR frá ÍA árið 2008. Hann skoraði alls tíu mörk í 128 deildar og bikarleikjum með KR áður en hann tók við þjálfun Fram fyrir ári síðan.

Það var fyrsta þjálfarastarfið hjá Bjarna en Framarar féllu úr Pepsi-deildinni í sumar.

Guðmundur Benediktsson verður aðstoðarþjálfari KR en hann þjálfaði Breiðablik í sumar eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari í Kópavoginum undanfarin ár.

Guðmundur spilaði með KR frá 1995 til 2004 og endaði síðan ferilinn í Vesturbænum árið 2009 eftir dvöl hjá Val í millitíðinni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tekur við þjálfun 2. flokks og mun einnig starfa náið með meistaraflokksteyminu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner