þri 28. nóvember 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Fjórir öflugir á óskalista Manchester United
Powerade
Özil er einn af þeim sem Manchester United vill fá næsta sumar.
Özil er einn af þeim sem Manchester United vill fá næsta sumar.
Mynd: Getty Images
Pierre-Emerick Aubameyang.
Pierre-Emerick Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Það er rúmur mánuður í að félagaskiptaglugginn opni á nýjan leik. Ensku slúðurblöðin eru bæði með slúður fyrir janúar og næsta sumar.



Chelsea hefur verið boðið að fá Pierre-Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund í janúar. (Daily Mirror)

Aubameyang hefur einnig verið orðaður við Liverpool en bróðir leikmannsins segir að hann sé að einbeita sér að Dortmund. (Daily Express)

Manchester United er að skoða Gareth Bale (28), Antoine Griemann (26), Danny Rose (27) og Mesut Özil (29) fyrir næsta sumar. (Manchester Evening News)

Ian Wright, framherji Arsenal, segir að Özil verði ótrúlega öflugur ef hann fer til Manchester United. (BBC)

Bale ætlar ekki að fara frá Real Madrid en hann ætlar að klára feril sinn hjá félaginu. (Daily Mirror)

Barcelona ætlar að reyna að fá Christian Eriksen (25) frá Tottenham í janúar. (Don Balon)

Tottenham vill fá Ryan Sessegnon (17) vinstri bakvörð Fulham til að fylla skarð Danny Rose ef hann fer frá félaginu næsta sumar. (Daily Mail)

Alan Pardew verður ráðinn stjóri WBA í dag. (Sun)

Mark Hughes, stjóri Stoke, ætlar að hafna öllum tilboðum í Xherdan Shaqiri (26) í janúar. (Talksport)

Hughes ætlar að láta bakvörðinn Glen Johnson (33) og miðjumanninn Charlie Adam (31) fara frá Stoke í janúar. (Teleraph)

Arsenal mun í dag tilkynna að Raul Sanllehi, fyrrum yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, sé mættur til starfa hjá félaginu. Raul á að hjálpa til við að njósna um og kaupa leikmenn hjá Arsenal. (Daily Mail)

Borussia Dortmund gæti reynt að fá miðjumanninn Angel Gomes (17) frá Manchester United en hann er ekki ennþá búinn að semja við enska félagið. (Sun)

West Ham ætlar að reyna að fá Fyodor Smolov (27) framherja Krasnodar í Rússlandi en hann skoraði sitt tólfta mark á tímabilinu um helgina. (Mail)

Everton hefur sýnt Oguzhan Ozyakup (25) miðjumanni Besiktas, áhuga en honum var eitt sinn líkt við Zinedine Zidane. (Liverpool Echo)

Rafael Benítez, stjóri Newcastle, reiknar ekki með að fá háar fjárhæðir til leikmannakaupa í janúar, jafnvel þó að Amanda Steveley kaupi félagið. (Indpendent)
Athugasemdir
banner
banner
banner