Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. nóvember 2019 11:36
Brynjar Ingi Erluson
Arnar Sveinn fær leyfi til að ræða við önnur félög
Arnar Sveinn Geirsson í leik með Blikum
Arnar Sveinn Geirsson í leik með Blikum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, leikmaður Breiðabliks í Pepsi Max-deildinni, hefur fengið leyfi til að ræða við önnur félög en þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net í dag.

Arnar Sveinn, sem er 28 ára gamall, er uppalinn í Val og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017 og 2018.

Hann gekk til liðs við Breiðablik fyrir síðasta tímabil og spilaði þar 11 leiki í Pepsi Max-deildinni.

Óskar Hrafn Þorvaldsson tók við Blikum á dögunum eftir að hafa stýrt Gróttu upp í efstu deild en Arnar fékk þau skilaboð að leikkerfið henti honum illa og hefur hann því fengið leyfi til að ræða við önnur félög.

„Staðan er sú að ég fékk þau skilaboð að ég hefði ekki hlutverk í liðinu þar sem að leikkerfið hentar mér illa. Í framhaldinu óskaði ég eftir leyfi til þess að kíkja í kringum mig og fékk það leyfi frá félaginu. Nú er það bara í ferli að skoða hvort eitthvað sé í boði og þá hvað. Mig langar að koma þessum málum á hreint sem allra fyrst þannig ég geti farið að einbeita mér að framhaldinu," sagði Arnar Sveinn við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner