fim 28. nóvember 2019 11:05
Magnús Már Einarsson
Birkir Már: Ekki líklegt að ég verði valinn aftur í landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður Vals, reiknar með að hafa spilað sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Eftir að hafa eignað sér stöðu hægri bakvarðar í landsliðinu í áraraðir datt Birkir út úr byrjunarliðinu í júní leikjunum í ár og út úr hópnum í september.

Birkir kom aftur inn í hópinn í leikjum í október en hann gaf ekki kost á sér í leikina gegn Tyrklandi og Moldóvu á dögunum vegna meiðsla.

Í samtali við Morgunblaðið í dag segir hinn 35 ára gamli Birkir að hann geri sér ekki risavonir um að ná að bæta við þá 90 landsleiki sem hann á að baki.

„Það væri nátt­úru­lega al­veg geðveikt að fá að vera með og ég er ekk­ert op­in­ber­lega hætt­ur í landsliðinu. En eins og þetta hef­ur verið und­an­farið þá finnst mér ekk­ert lík­legt að ég verði val­inn aft­ur," sagði Birkir við Morgunblaðið.

„Ef all­ir eru heil­ir er hóp­ur­inn nokkuð fast­ur eins og hann hef­ur verið í síðustu verk­efn­um. En svo get­ur ým­is­legt komið upp á og ef að kallið kem­ur þá gef ég kost á mér. En ég held að þess­ir menn sem eru í hópn­um núna séu að fara að leysa þetta. Ég er því ekki með nein­ar risa­von­ir um að verða val­inn."

Birkir Már er með beinmar í ökkla en í samtali við Morgunblaðið vonast hann til að vera klár í slaginn á ný eftir áramót.
Athugasemdir
banner
banner
banner