Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. nóvember 2019 14:47
Magnús Már Einarsson
Byrjunarlið Man Utd í Kasakastan: Þrír spila sinn fyrsta leik
Rúnar Már byrjar
Luke Shaw byrjar.
Luke Shaw byrjar.
Mynd: Getty Images
Manchester United heimsækir Astana í Evrópudeildinni klukkan 15:50 í beinni á Stöð 2 Sport. Manchester United teflir fram mjög ungu liði í dag en liðið er nú þegar komið áfram í 32-liða úrslit í keppninni.

Dishon Bernard, Dylan Levitt og Ethan Laird spila allir sinn fyrsta leik með United í dag. Þá eru fleiri ungir leikmenn í liðinu. Reynsluboltinn Lee Grant er í markinu og Luke Shaw er í vinstri bakverðinum en hann er snúa aftur eftir meiðsli.

Max Taylor er á varamannabekknum en fyrir ári síðan hóf hann lyfjameðferð eftir að hafa greinst með krabbamein í eistum.

Rúnar Már Sigurjónsson er í byrjunarliðinu á miðjunni hjá Astana.

Byrjunarlið Man Utd: Grant, Laird, Tuanzebe, Bernard, Shaw, Levitt, Garner, Gomes, Lingard, Chong, Greenwood
Varamenn: Kovar, Taylor, Mengi, Galbraith, Puigmal, Mellor, Ramazani
Athugasemdir
banner
banner