Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. nóvember 2019 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Diego Costa arftaki Gabigol?
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Gabriel Barbosa, gjarnan kallaður Gabigol.
Gabriel Barbosa, gjarnan kallaður Gabigol.
Mynd: Getty Images
Brasilíska félagið Flamengo hefur hafið viðræður við Atletico Madrid vegna framherjans Diego Costa. Þetta segir Goal.com.

Costa er fyrsti kostur Flamengo ef að félaginu tekst ekki að fá Gabriel Barbosa, Gabigol, aftur frá Inter.

Gabigol átti stórkostlegt tímabil hjá Flamengo á láni frá Inter. Hann skoraði 34 mark í 40 leikjum og hjálpaði liðinu að vinna deildina og Copa Libertadores, Meistaradeildina í Suður-Ameríku.

Flamengo vonast til að kaupa Gabigol, en ef það tekst ekki þá er Diego Costa fyrsti kostur.

Hinn 31 árs gamli Costa er fæddur í Brasilíu og lék tvo vináttulandsleiki fyrir Brasilíu. Hann hins vegar valdi síðar að spila fyrir landslið Spánar.

Hann spilaði síðast í Brasilíu árið 2006 með Barcelona-SP. Þar var hann sem unglingur. Hann hefur áður talað um það að hann vilji aftur spila í Brasilíu einn daginn.

Costa gekk aftur í raðir Atletico frá Chelsea í fyrra, en ekki náð að raða inn mörkunum. Hann er aðeins með sjö mörk í 42 deildarleikjum fyrir Atletico eftir endurkomuna frá Chelsea. Er hann lék áður með Atletico, frá 2007 til 2014, þá skoraði hann 43 mörk í 94 deildarleikjum.

Núgildandi samningur hans við Atletico rennur út 2021 og er spænska félagið tilbúið að selja. Atletico metur hann á bilinu 20-30 milljónir evra.

Á meðan er talið að Inter sé að biðja um 35 milljónir evra fyrir Gabigol, sem er of mikið fyrir Flamengo.

Talið er að Gabigol vilji aftur reyna að sanna sig í Evrópu eftir að hafa ekki náð að gera það með Inter og Benfica.
Athugasemdir
banner
banner