Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 28. nóvember 2019 23:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
"Emery er góður maður, en er búinn að villast af leið"
Martin Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Martin Keown í viðtali við Fótbolta.net.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unai Emery.
Unai Emery.
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, líst ekki á blikuna hjá sínu fyrrum félagi.

„Við vorum að vera vitni að algjörlega hörmulegri frammistöðu," sagði Keown eftir 2-1 tap Arsenal gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í kvöld.

Arsenal hefur ekki unnið í sjö leikjum í röð.

„Hann gæti vel verið búinn að taka þetta lið eins langt og hann getur. Liðsvalið, hvatningin, skiptingarnar, frammistaðan - það vantaði allt. Þetta var ömurleg frammistaða," sagði Keown á BT Sport.

„Er hann fær um að hvetja liðið sitt áfram? Það er eins og hann sé búinn að missa leikmennina."

„Að eiga engin skot í seinni hálfleiknum bendir til þess að hann geti ekki gert taktískar breytingar, að hann lesi ekki leikinn nægilega vel. Hann þurfti að gera breytingar í seinni hálfleiknum, en gerði það ekki. Það veldur mér áhyggjum, bestu stjórarnir gera svona hluti rétt. Mér finnst hann ekki vera að gera réttar ákvarðanir."

„Ég held að stjóranum líði kannski sem svo að hann þurfi að stíga til hliðar. Það þarf að spyrja alvöru spurninga. Þetta er eins slæmt og ég hef séð það. Það þarf að taka ákvarðanir annars mun félagið falla neðar í töflunni."

Keown vonar að Emery geti snúið genginu við. „Ég vona svo innilega að hann geti snúið genginu við."

„Hann er góður maður, en er búinn að villast af leið. Ég held að hann fái tíma vegna þess að ég held að Arsenal sé ekki með neinn sem er tilbúinn að taka við."

Arsenal sækir Norwich heim í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Fyrir leiki helgarinnar er Arsenal í áttunda sæti með 18 stig eftir 13 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner