Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 28. nóvember 2019 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Rúnar Már og félagar unnu Man Utd
Rúnar Már og Angel Gomes, leikmaður Manchester United.
Rúnar Már og Angel Gomes, leikmaður Manchester United.
Mynd: Getty Images
Byrjunarlið Man Utd. Neðri röð frá vinstri: Levitt, Lingard, Greenwood, Garner, Gomes. Efri röð frá vinstri: Tuanzebe, Laird, Chong, Shaw, Grant, Bernard.
Byrjunarlið Man Utd. Neðri röð frá vinstri: Levitt, Lingard, Greenwood, Garner, Gomes. Efri röð frá vinstri: Tuanzebe, Laird, Chong, Shaw, Grant, Bernard.
Mynd: Getty Images
Manchester United stillti upp mjög ungu liði gegn Astana frá Kasakstan í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Már Sigurjónsson var í byrjunarliði Astana og lék allan leikinn.

Jesse Lingard, sem var fyrirliði United í leiknum, kom gestunum yfir eftir 10 mínútur með góðu skoti. Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir Man Utd.

Snemma í seinni hálfleiknum fékk Tahith Chong dauðafæri til að skora, en skot hans fór yfir markið. Astana refsaði og jafnaði metin í næstu sókn. Astana komst svo yfir á 62. mínútu.

Fleiri urðu mörkin ekki. Rúnar Már var ekki langt frá því að skora þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum, en skot hans fyrir utan teig fór rétt fram hjá.

Skemmtileg úrslit fyrir Rúnar sem er mikill stuðningsmaður Manchester United.

Man Utd er nú þegar komið áfram í Evrópudeildinni og spilaði því mikið á ungum leikmönnum í Kasakstan. Þetta eru fyrstu stigin sem Astana fær í riðlinum, liðið er á botni riðilsins með þrjú stig. United er á toppi riðilsins með tíu stig.

Tveir aðrir leikir voru að klárast í Evrópudeildinni og voru þeir báðir í C-riðli.

Jón Guðni Fjóluson var ekki í hóp hjá Krasnodar sem vann 1-0 sigur á Basel á heimavelli. Getafe vann þá útisigur gegn Trabzonspor.

Fyrir lokaumferðina er Trabzonspor á botni riðilsins með eitt stig, Krasnodar í þriðja sæti með níu stig, Getafe í öðru sæti með níu stig og Basel á toppnum með tíu stig. Getafe á heimaleik gegn Krasnodar í lokaumferð riðilsins og Basel á heimaleik gegn Trabzonspor.

Basel er komið áfram í 32-liða úrslitin vegna innbyrðis viðureigna.

C-riðill:
FK Krasnodar 1 - 0 Basel
1-0 Ari ('72 , víti)
Rautt spjald:Ari, FK Krasnodar ('90)

Trabzonspor 0 - 1 Getafe
0-1 Jaime Mata ('50 )

L-riðill:
Astana 2 - 1 Manchester Utd
0-1 Jesse Lingard ('10 )
1-1 Dmitry Shomko ('55 )
1-2 DiShon Bernard ('62 , sjálfsmark)
Athugasemdir
banner
banner