Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 28. nóvember 2019 21:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Sjö leikir í röð án sigurs hjá Arsenal
Unai Emery. Verður hann rekinn á næstunni?
Unai Emery. Verður hann rekinn á næstunni?
Mynd: Getty Images
Daichi Kamada og liðsfélagar hans hjá Frankfurt fagna.
Daichi Kamada og liðsfélagar hans hjá Frankfurt fagna.
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi og félagar eru í baráttu um að komast áfram.
Arnór Ingvi og félagar eru í baráttu um að komast áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal tapaði gegn Eintracht Frankfurt í Evrópudeildinni í kvöld, og hefur núna ekki unnið í sjö fótboltaleikjum í röð.

Það var fámennt á Emirates-leikvanginum er Frankfurt kom í heimsókn. Arsenal komst yfir undir lok fyrri hálfleiks þegar Pierre-Emerick Aubameyang skoraði. Í seinni hálfleiknum sneri Frankfurt taflinu sér í vil.

Japaninn Daichi Kamada skoraði tvisvar fyrir Frankfurt og breytti hann stöðunni í 2-1. Hann skoraði fyrra mark sitt á 55. mínútu og það síðara tæpum tíu mínútum síðar.

Arsenal náði ekki að svara og Frankfurt fer heim til Þýskalands með stigin þrjú. Arsenal er ekki enn öruggt með sæti í 32-liða úrslitum, en ef liðið tapar ekki með fjórum mörkum eða meira gegn Standard Liege í lokaumferðinni þá fer Arsenal áfram.

Fyrir lokaumferðina er Arsenal með tíu stig, Frankfurt með níu stig, Standard sjö stig og Vitoria Guimaraes með tvö stig.

Arnór Ingvi lagði upp í dramatískum sigri
Malmö frá Svíþjóð vann dramatískan sigur á úkraínska félaginu Dynamo Kiev á heimavelli.

Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Malmö og hann lagði upp annað mark liðsins í 4-3 sigri. Markus Rosenberg skoraði sigurmarkið á 96. mínútu.

Malmö er í B-riðli og fyrir lokaumferðina þar er liðið í öðru sæti með átta stig. FC Kaupmannahöfn er með níu stig á toppnum og Dynamo Kiev í þriðja sæti með sex stig.

Malmö á eftir að spila við FCK í Kaupmannahöfn. Þar verður væntanlega hart barist.

Hér að neðan má sjá úrslitin í síðustu leikjum kvöldsins í Evrópudeildinni. APOEL, Sporting og LASK Linz komust áfram úr leikjunum sem voru að klárast.

Liðin sem eru komin áfram í 32-liða úrslit: Sevilla, APOEL, Basel, Sporting, LASK, Celtic, Espanyol, Gent, Wolfsburg, Braga, Wolves, Man Utd, AZ.

A-riðill:
Sevilla 2 - 0 Qarabag
1-0 Bryan Salvatierra ('61 )
2-0 Munas Dabbur ('90 )

Dudelange 0 - 2 APOEL
0-1 Uros Matic ('12 , víti)
0-2 Georgos Merkis ('43 )
Rautt spjald:Praxitelis Vouros, APOEL ('83)

B-riðill:
Malmo FF 4 - 3 Dynamo K.
1-0 Rasmus Bengtsson ('2 )
1-1 Vitaliy Mykolenko ('18 )
1-2 Viktor Tsygankov ('39 )
2-2 Markus Rosenberg ('48 )
3-2 Erdal Rakip ('57 )
3-3 Benjamin Verbic ('77 )
4-3 Markus Rosenberg ('90 )
Rautt spjald:Sergiy Sydorchuk, Dynamo K. ('65)

Lugano 0 - 1 FC Kobenhavn
0-1 Nikolaj Thomsen ('27 )

D-riðill:
Sporting 4 - 0 PSV
1-0 Luiz Phellype ('9 )
2-0 Bruno Fernandes ('16 )
3-0 Jeremy Mathieu ('42 )
4-0 Bruno Fernandes ('64 , víti)

Rosenborg 1 - 2 LASK Linz
0-1 Thomas Goiginger ('20 )
1-1 Bjorn Johnsen ('46 )
1-2 Dominik Frieser ('54 )

E-riðill:
Lazio 1 - 0 Cluj
1-0 Joaquin Correa ('24 )

Celtic 3 - 1 Rennes
1-0 Lewis Morgan ('21 )
2-0 Ryan Christie ('45 )
3-0 Michael Johnston ('74 )
3-1 Adrien Hunou ('89 )

F-riðill:
Guimaraes 1 - 1 Standard
0-1 Maxime Lestienne ('40 , víti)
1-1 Andre Pereira ('46 )

Arsenal 1 - 2 Eintracht Frankfurt
1-0 Pierre Emerick Aubameyang ('45 )
1-1 Daichi Kamada ('55 )
1-2 Daichi Kamada ('64 )

Önnur úrslit:
Evrópudeildin: Rúnar Már og félagar unnu Man Utd
Evrópudeildin: Mögnuð endurkoma AZ - Fimm lið áfram
Athugasemdir
banner
banner