Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 28. nóvember 2019 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Framkvæmdastjóri Malmö ver Zlatan - „Samband okkar er náið"
Mynd: Getty Images
Niclas Carlnén, framkvæmdastjóri Malmö FF, ver Zlatan Ibrahimovic í viðtali við Fotbollskanalen.

Zlatan keypti hlut í AEG Sweden Group á dögunum en fjárfestingahópurinn á Hammarby IF sem er staðsett í Stokkhólmi. AEG Group á einnig Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum en Zlatan hefur verið á mála hjá félaginu síðustu tvö ár.

Þetta hefur komið stuðningsmönnum Malmö FF í opna skjöldu en Zlatan hóf feril sinn í Malmö áður en hann var seldur til Ajax árið 2001 fyrir metfé.

Í síðasta mánuði var reist bronsstytta af Zlatan fyrir utan heimavöll Malmö en nú keppast stuðningsmenn um að svívirða styttuna. Þeir hafa reynt að kveikja í styttunni, hengt klósetpappír utan um hana og jafnvel klósettsetu en virðast gleyma öllu því sem Zlatan hefur gert fyrir félagið.

Carlnén, sem er er framkvæmdastjóri Malmö, segir að Zlatan vinni mikið fyrir félagið og að samband hans við Malmö sé mjög gott.

„Ég vil aldrei kommenta á svona hluti fyrr en ég fæ upplýsingarnar frá fyrstu hendi en ég ætla ekki að ræða það sem við Zlatan töluðum um," sagði Carlnén.

„Styttan af Zlatan var gerð í sögulegu samhengi og út frá mikilvægi hans fyrir samfélagið og borgina. Því verður ekki breytt því sem hann hefur gert bara af því hlutirnir eru breyttir í framtíðinni."

„Ég og Zlatan áttum gott samtal og ég veit hvað er satt. Zlatan tekur mikinn þátt í því sem gerist hjá Malmö FF. Við höfum rætt oft við hann og hann tekur mikinn þátt í mörgu sem tengist félaginu og við eigum náið samband. Við hittum Zlatan oft á vellinum þegar hann spilaði með PSG. Núna er hann eigandi og fjárfestir í öðru félagi í sænsku deildinni og nú erum við í samkeppni,"
sagði Carlnén.

Það er einnig vert að taka fram að Zlatan hefði aldrei átt möguleika á að eiga hlut í Malmö þar sem félagið í raun í eigu samfélagsins og er ekki hlutafélag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner