Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. nóvember 2019 23:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Independent: Dortmund tilbúið að hlusta á tilboð í Sancho í janúar
Sancho gæti verið á förum frá Dortmund.
Sancho gæti verið á förum frá Dortmund.
Mynd: Getty Images
Þýska félagið Borussia Dortmund er tilbúið að hlusta á tilboð í enska kantmanninn Jadon Sancho í janúar. Þetta kemur fram hjá Independent.

Sambandið á milli Sancho og Dortmund er ekki gott og lýsti einn heimildarmaður Independent því sem, „stríði í allar áttir".

Leikmaðurinn vill fara og er félagið núna tilbúið að selja hann.

Sancho byrjaði á bekknum hjá Dortmund gegn Barcelona í Meistaradeildinni í gær. Lucien Favre, þjálfari Dortmund, sagði: „Ég sagði honum að við færum að fara í mjög erfiðan leik og við þyrfum leikmenn sem væru einbeittir."

Sancho kom inn á sem varamaður í leiknum og skoraði mark Dortmund í 3-1 tapi. Eftir leikinn sagði hann við fjölmiðlamenn að hann mætti ekki tala.

Sjá einnig:
Sancho sagðist ekki mega tala - Þjálfarinn gagnrýndi hann

Independent segist hafa heimildir fyrir því að Sancho hafi verið seinn á liðsfund og æfingu í aðdraganda leiksins gegn Barcelona og nú sé Dortmund að íhuga að sekta hann.

Sambandið á milli þýska stórliðsins Dortmund og hins 19 ára gamla Sancho virðist ekki gott þessa dagana.

Hinn 19 ára gamli Sancho yfirgaf Manchester City árið 2017 og fór þá til Þýskalands, til Dortmund. Þar hefur hann staðið sig mjög vel, en hann er talinn ósáttur við hegðun Dortmund í sinn garð á þessu tímabili.

Sancho hefur verið orðaður við Manchester United, Liverpool, Real Madrid og Barcelona. Manchester City, félagið sem Sancho yfirgaf til þess að fara til Þýskalands, fylgist einnig með stöðu mála hjá kantmanninum efnilega.

Man Utd telur sig vera að leiða kapphlaupið um hann samkvæmt frétt The Telegraph fyrr í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner