Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 28. nóvember 2019 08:15
Aksentije Milisic
Var jöfnunarmark Kane gegn Olympiakos ólöglegt? - Aurier steig inn á völlinn
Aurier grítir boltanum inn.
Aurier grítir boltanum inn.
Mynd: Getty Images
Tottenham átti góða endurkomu gegn Olympiakos í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Gestirnir komust tveimur mörkum yfir í London áður en Dele Alli minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks.

Tottenham gekk svo á lagið í seinni hálfleik og kláraði leikinn 4-2 með þremur mörkum í síðari hálfleik, þar af tveimur frá Harry Kane.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hrósaði boltastráknum mikið eftir leik. Hann var fljótur að koma boltanum til Serge Aurier sem tók snöggt innkast á 50. mínútu leiksins þar sem Lucas Moura var mættur og átti fyrirgjöfina á Kane sem jafnaði metin.

Þegar betur er að gáð þá átti markið mögulega ekki að standa. Vinstri fóturinn á Aurier gæti hafa farið allur inn á völlinn þegar hann tekur innkastið og því um ólöglegt innkast að ræða.

Umræða hefur sprottið upp af hverju VAR tók ekki á þessu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Aurier lendir í brasi með innköst en í leik gegn Crysta Palace árið 2018 fékk hann í þrígang dæmt rangt innkast á sig.

Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner