Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 29. janúar 2020 13:09
Elvar Geir Magnússon
AGF losar Gribenco - Aftur til Íslands?
Gribenco er til vinstri á myndinni.
Gribenco er til vinstri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska félagið AGF tilkynnti það í dag að samningi Nimo Gribenco hefði verið rift. Gribenco lék með Stjörnunni á lánssamningi síðasta sumar.

Alls lék þessi 23 ára sóknarmaður tólf leiki með Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni en komst ekki á blað. Hann náði ekki að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu í Garðabænum.

Á heimasíðu AGF er sagt að Gribenco hafi verið það langt frá því að komast í danska liðið að ákveðið hafi verið að rifta samningi hans og gefa honum færi á að finna nýtt félag.

Á heimasíðu AGF er sagt að Nimo fái nú að leita sér að nýju liði þar sem hann fær að spila reglulega og þróast sem fótboltamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner