Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 11:27
Elvar Geir Magnússon
Aron stefnir á að berjast um markakóngstitilinn
Aron horfir jákvæðum augum á framtíðina.
Aron horfir jákvæðum augum á framtíðina.
Mynd: Getty Images
Stefan Billborn, þjálfari Hammarby, ber gríðarlegar væntingar til Arons Jóhannssonar á komandi tímabili í sænska boltanum.

Aron hefur verið meira og minna meiddur undanfarin ár en nú horfir til bjartari tíma. Þessi fyrrum leikmaður Fjölnis lék 45 mínútur í æfingaleik í gær.

„Ég held að hann verði frábær fyrir okkur í ár. Hann verður betri eftir því sem hann fær lengra undirbúningstímabil enda verið mikið á meiðslalistanum síðustu þrjú og hálft ár," segir Billborn við fotbollskanalen.

„Áður var hann of góður fyrir sænsku deildina, spilað fyrir Werder Bremen og skoraði fullt fyrir lið eins og AZ. En meiðsli hafa gert honum erfitt."

Aron er 29 ára en hann er bjartsýnn fyrir komandi tímabil.

„Mér líður vel núna. Ég er að reyna að hugsa ekki um síðasta tímabil og einbeita mér að framtíðinni. Vonandi get ég leikið stórt hlutverk í liðinu. Það er mitt markmið að spila hvern einasta leik og hverja mínútu," segir Aron sjálfur.

„Ég mun gera mitt besta og reyni að skora eins mikið og hægt er. Við viljum berjast um toppsætin í sænsku deildinni og ég vil berjast um markakóngstitilinn."
Athugasemdir
banner
banner
banner