Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 29. janúar 2020 10:01
Elvar Geir Magnússon
Arsenal að landa Pablo Marí
Pablo Mari.
Pablo Mari.
Mynd: Getty Images
Arsenal er á barmi þess að ganga frá sex mánaða lánssamningi við varnarmanninn Pablo Marí frá Flamengo í Brasilíu. BBC greinir frá.

Íþróttafréttamaðurinn Simon Stone segir að Arsenal hafi gert samkomulag um lánsfé fyrir leikmanninn sem muni svo ganga alfarið í raðir þess í sumar.

Flamengo reyndi að fá Leo Pereira frá Athletico Paranaense til að fylla skarð Marí og í gærkvöldi varð það ljóst að það heppnaðist.

Marí var í London í vikunni og er búist við því að gengið verði frá skiptum þessa 26 ára leikmanns til Arsenal í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner