Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. janúar 2020 12:11
Elvar Geir Magnússon
Brandur: Besta ákvörðun ferilsins að fara til Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyski miðjumaðurinn Brandur Olsen segir að það hafi verið frábær ákvörðun að koma til Íslands að spila fótbolta.

Brandur gekk í raðir FH frá Randers í Danmörku árið 2018. Hann skoraði 16 mörk í 52 leikjum í deild og bikar fyrir FH.

„Ég sleit krossband og var frá fótboltanum í meira ár. Til að fá spiltíma aftur þá fór ég til Íslands, ég fékk ekki þær mínútur sem ég þurfti í Danmörku," segir Brandur við fotbollskanalen.

„Það er líklega besta ákvörðun sem ég hef tekið að fara til Íslands. Það kom mér aftur af stað."

Brandur hefur yfirgefið FH en Helsingborg í Svíþjóð fékk hann í sínar raðir fyrir rúmum mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner