Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. janúar 2020 10:13
Elvar Geir Magnússon
Ceballos sagður óánægður með Arteta
Dani Ceballos.
Dani Ceballos.
Mynd: Getty Images
Dani Ceballos vill yfirgefa Arsenal á næstu dögum en hann er sagður óánægður með landa sinn, Mikel Arteta stjóra liðsins.

Þessi miðjumaður Real Madrid kom á lánssamningi í ágúst og hefur skorað eitt mark í átján leikjum.

Hann varð fyrir meiðslum aftan í læri og spilaði í fyrsta sinn undir stjórn Arteta í bikarsigrinum gegn Arsenal á mánudagskvöld.

Ceballos hefur spilað flesta af síðustu landsleikjum Spánar og er sagður hafa áhyggjur af stöðu sinni þar fyrir EM 2020.

The Athletic segir að Ceballos telji að Arteta hafi ekki komið hreint fram við sig þegar hann talar um hvað hann þurfi að gera til að vinna sér inn sæti í liðinu.

Sjá einnig:
Arteta: Ceballos þarf að berjast fyrir sæti sínu
Athugasemdir
banner
banner
banner