Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. janúar 2020 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Everton hafnaði 100 milljóna evra tilboði Barcelona í Richarlison
Mynd: Getty Images
Everton hefur hafnað 100 milljón evra (85 milljón punda) tilboði Barcelona í brasilíska framherjann Richarlison. Þetta kemur fram á Sky Sports.

Everton hafnaði tilboðinu um leið og það barst þar sem félagið vill ekki missa einn af sínum bestu leikmönnum. Félagið vill styrkja hópinn frekar en að veikja hann.

Eric Abidal, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, hefur lengi haft augastað á hinum 22 ára Richarlison. Börsungar sendu fyrirspurn til Everton síðasta sumar, en Everton vildi ekki selja þá, eins og núna.

Barcelona, sem er þremur stigum á eftir Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar, er í leit að sóknarmanni eftir að í ljós kom að Luis Suarez verður frá í fjóra mánuði vegna meiðsla.

Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmaður Arsenal, hefur einnig verið orðaður við Katalóníustórveldið.

Richarlison fór til Everton frá Watford fyrir 40 milljónir punda sumarið 2018. Hann hefur skorað 24 mörk í 60 leikjum til þessa fyrir Everton.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner