Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 12:30
Elvar Geir Magnússon
Kínverska landsliðið í sóttkví í Ástralíu
Kínverska kvennalandsliðið.
Kínverska kvennalandsliðið.
Mynd: Getty Images
Kínverska kvennalandsliðinu í fótbolta er haldið í sóttkví þar sem miklar áhyggjur eru vegna Wuhan-kórónaveirunnar sem er að dreifa sig um heiminn.

Liðið er í Ástralíu en í landinu fundust einkenni veirunnar í morgun.

Kínverska liðið er komið til Brisbane til Ástralíu til að keppa í undankeppni Ólympíuleikanna en liðið hefur verið beðið um að halda sér í hótelherbergjum sínum til 5. febrúar.

Engin í leikmannahópnum hefur sýnt einkenni veirunnar.

Yfir 5.000 einstaklingar hafa fengið staðfest smit á veirunni sem fannst upphaflega í kínversku borginni Wuhan. Yfir hundrað manns hafa látist.

Í yfirlýsingu frá ástralska knattspyrnusambandinu að öryggi leikmanna, starfsmanna og stuðningsmanna séu í forgangi.
Athugasemdir
banner