Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. janúar 2020 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Piatek að fara frá Milan til Hertha Berlín
Krzysztof Piatek er á förum frá AC Milan.
Krzysztof Piatek er á förum frá AC Milan.
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Krzysztof Piatek er á leið frá AC Milan til Hertha Berlín í Þýskalandi.

Piatek gekk í raðir Milan fyrir 35 milljónir evra fyrir ári síðan eftir að hafa slegið í gegn hjá Genoa. Hann byrjaði mjög vel fyrir Milan, en hefur ekki náð sér á strik að undanförnu.

Piatek hefur verið orðaður við Chelsea og Tottenham, en hann er á leið til Þýskalands.

Milan og Hertha náðu saman um 27 milljón evra kaupverð. Fabrizio Romano, sá áreiðanlegi fjölmiðlamaður, segir að Milan hafi hafnað Tottenham þar sem Lundúnafélagið var bara að biðja um lánssamning.

Hertha er í 13. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar. Stjóri liðsins er Jurgen Klinsmann.

Athugasemdir
banner
banner
banner