Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. mars 2022 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Leeds þarf að borga 30 milljónir fyrir Aaronson
Mynd: EPA

RB Salzburg hafnaði tilboði frá Leeds United í vetur þegar enska úrvalsdeildarfélagið reyndi að kaupa bandaríska miðjumanninn Brenden Aaronson.


Aaronson, sem er 21 árs gamall, er einn af bestu leikmönnum Salzburg og vill spila í sterkari deild en er samningsbundinn austurrísku meisturunum næstu tvö árin.

Aaronson lék fyrir Philadelphia Union í MLS deildinni áður en hann var fenginn til Salzburg. Hann á 18 leiki að baki fyrir bandaríska landsliðið og hefur skorað 5 mörk.

Salzburg er talið vilja 25 til 30 milljónir evra fyrir miðjumanninn, auk aukagreiðslna. 

Jesse Marsch, nýráðinn knattspyrnustjóri Leeds, hefur miklar mætur á Aaronson og vill ólmur fá hann til félagsins.


Athugasemdir
banner
banner