Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. apríl 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ákvörðun De Ligt kom De Boer á óvart
Matthijs de Ligt valdi að fara í Juventus síðasta sumar.
Matthijs de Ligt valdi að fara í Juventus síðasta sumar.
Mynd: Getty Images
Það kom fyrrum hollenska landsliðsmanninum Ronald de Boer á óvart þegar samlandi hans, varnarmaðurinn efnilegi, Matthijs de Ligt valdi að fara í Juventus síðasta sumar.

De Ligt var mjög eftirsóttur enda hafði hann staðið sig ótrúlega vel hjá Ajax og verið fyrirliði liðsins þrátt fyrir ungan aldur.

Hann valdi Ítalíumeistara Juventus og kom það De Boer, sem þjálfaði De Ligt er hann var yngri, á óvart.

„Félög með svipuð kerfi og Ajax, Manchester City og Barcelona, höfðu áhuga. Það hefði verið auðveldara fyrir hann að aðlagast þar. Ég hefði haldið að hann hefði tekið aðra ákvörðun, en ég virði ákvörðunina mjög mikið," sagði De Boer við Gazzetta dello Sport.

De Ligt hefur ekki alveg átt draumatímbil með Juventus, en það er skiljanlegt. Hann er aðeins tvítugur og það tekur tíma að aðlagast nýrri deild. Það verður ekki tekið af miðverðinum að hann á framtíðina fyrir sér.
Athugasemdir
banner
banner