mið 29. apríl 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Búið að bjarga félagi Ara Freys
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bandarískir fjárfestingahópurinn Pacific Media Group hefur gengið frá kaupum á stórum hlut í belgíska félaginu KV Oostende.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ari Freyr Skúlason er á meðal leikmanna Oostende.

Oostende var tveimur stigum frá fallsvæðinu þegar tímabilið í Belgíu var flautað af á dögunum vegna kórónaveirunnar.

Fjárhagsstaða félagsins var slæm og allt stefndi í að Oostende yrði gjaldþrota og þyrfti að fara niður í neðstu deild.

Þá kom Pacific Media Group til bjargar en fjárfestingafélagið á einnig hlut í Barnsley á Englandi og FC Thun í Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner