Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. apríl 2020 18:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dortmund lækkar verðmiðann á Sancho
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano, blaðamaður Sky Italia segir að Dortmund hafi endurmetið verðmiðann sem félagið hafi sett á Jadon Sancho.

Einhverjar sögur hafa gengið milli manna að Dortmund hafi viljað 130 milljónir punda fyrir enska vængmanninn en nú er hljóðið annað að sögn Romano.

Romano segir að Sancho sé nú falur fyrir 100 milljónir evra eða 89 milljónir punda. Manchester United er talið líklegasta félagið til að krækja í Sancho. Félagið myndi þrátt fyrir þessa lækkun þurfa að borga metfé fyrir leikmanninn.

Sancho var fyrsti leikmaðurinn í bestu fimm deildum Evrópu til að ná bæði að skora tíu mörk og leggja upp tíu mörk. Alls hefur hann skorað 14 mörk og lagt upp 15 í 23 deildarleikjum á leiktíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner