Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 29. apríl 2020 10:25
Magnús Már Einarsson
Engir landsleikir hjá Íslandi í september og október?
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Independent greinir frá því í dag að allar líkur séu á því að engir landsleikir verði í september og október á þessu ári.

Þjóðadeildin á að hefjast í september en þá eiga Englendingar að koma í heimsókn á Laugardalsvöll. Danmörk og Belgía eru einnig með Íslandi og Englandi í riðli í A-deildinni en allir leikirnir eru fyrirhugaðir í haust.

Ekki hefur ennþá verið ákveðið hvenær umspil fyrir EM næsta sumar fer fram en þar fær Ísland lið Rúmeníu í heimsókn á Laugardalsvöll.

Samkvæmt frétt Independent er líklegt að landsleikjahléunum í september og október verði frestað til að gefa deildarkeppnum í Evrópu tækifæri á að byrja af krafti.

Stefnt er á að klára deildarkeppnir víða í sumar og í september er líklegt að ný tímabil hefjist. Finna þarf tíma til að koma öllum leikjum fyrir á nýju tímabili.

Independent segir að til skoðunar sé að hafa lengri landsleikjahlé í nóvember og desember þar sem hvert landslið gætu spilað allt að þrjá landsleiki í sama hléinu. Ljóst er að erfitt gæti verið að spila á Laugardalsvelli á þessum árstíma.

Annar möguleiki til skoðunar hjá FIFA er að bæta við aukaleikjum í landsleikjahléunum í nóvember 2020, mars 2021, júní 2021 og september 2021 en þá myndu lið spila þrjá leiki í þessum landsleikjagluggum í stað tveggja.
Athugasemdir
banner
banner
banner