banner
   mið 29. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Valgeir Lunddal (Valur)
Mynd: Valur
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Þórarinn Ingi Valdimarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Karl Friðleifur Gunnarsson.
Mynd: Raggi Óla
Kristall Máni Ingason.
Kristall Máni Ingason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valgeir Lunddal gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2019 frá Fjölni þar sem hann hafði spilað ellefu leiki í efstu deild sumarið áður.

Valgeir glímdi við meiðsli á síðasta tímabili og tók því einungis þátt í einum deildarleik. Hann hefur leikið sex unglingalandsleiki til þessa og í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Heimir Guðjónsson: Valgeir getur náð langt

Fullt nafn: Valgeir Lunddal Friðriksson

Gælunafn: Valli og Geiri

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: janúar 2018

Uppáhalds drykkur: H2O er alltaf gott en Fanta í dós sendir mann til himnaríkis

Uppáhalds matsölustaður: Lamb street food er hidden gem

Hvernig bíl áttu: Chevrolet Spark

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og Brooklyn 99

Uppáhalds tónlistarmaður: Aron Can og Travis Scott

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr tekur þetta alltaf þegar hann segir augljósar staðreyndir, svo kemur Pétur Jóhann þar á eftir

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: mars, oreo og smartieskurl

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “póstur til þín varðandi kennslu eftir páska”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Ekkert lið sem ég myndi aldrei spila með

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Patrick Pedersen

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ólafur Páll Snorrason gaf mér tækifærið í Pepsi deildinni, en Heimir og Tufa eru búnir að hjálpa mér persónulega virkilega mikið eftir að þeir tóku við Val

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þórarinn Ingi Valdimarsson er óþolandi inná vellinum. Þekki hann hins vegar ekki neitt, langaði að gefa honum netta hnefasamloku í pepsi 2018

Sætasti sigurinn: Bikarúrslitin í 2. flokki með Fjölni á móti FH var sætur

Mestu vonbrigðin: Að hafa meiðst stuttu eftir að ég kom í Val og var frá allt tímabilið. Mikil vonbrigði að hafa ekki náð að sanna mig það tímabil

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Sakna þegar Kristall Máni tapaði í spili á æfingum, þá komu tár, myndi vilja sjá það aftur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Diljá Ýr Zomers

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Þegar Karl Friðleifur Gunnarsson gírar sig á snappinu og neglir í speglamynd er enginn sem kemst nálægt honum því miður

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Diljá Ýr Zomers

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Leo Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Birkir Heimis er líklega graðasti maður á plánetu jörð

Uppáhalds staður á Íslandi: Þegar sun is shining á Hlíðarenda er það besti staðurinn til að vera á

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Vorum að keppa á Gothia cup og einn í liðinu negldi í andlitið á mömmu sem var á hliðarlínunni

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Smella einum koss á sætu sætu

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Þegar frjálsar íþróttir eru í TV límist ég við það

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Stærðfræðin hefur vafist fyrir mér

Vandræðalegasta augnablik: Það var frekar vandræðarlegt þegar ég var á mútum og þurfti að lesa fyrir framan bekkinn, voicecrackaði í annarri hverri setningu

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jóhann Árna, Kristal Mána og svo myndi Beggi Ólafs koma með því hann veit nákvæmlega hvaða plöntur við gætum borðað

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Fólki finnst skrýtið að ég smyrji brauðið mitt með teskeið

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Óli Kalli er eitt free comedy eintak, elska gæjann

Hverju laugstu síðast: Lýg aldrei

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur: Vakna og fer í nokkra skólatíma á netinu, tek svo æfingu þegar skólinn er búinn, eftir það er bara chill og borða
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner