Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. apríl 2020 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Miðjan
Hvort viltu markamet eða Íslandsmeistaratitil?
Með gullskóinn ásamt Guðmundi Steinssyni og Sigurjóni Kristjánssyni.
Með gullskóinn ásamt Guðmundi Steinssyni og Sigurjóni Kristjánssyni.
Mynd: Úr einkasafni
Guðmundur ásamt Almarr Ormarssyni þegar hann var í stjórn Fram.
Guðmundur ásamt Almarr Ormarssyni þegar hann var í stjórn Fram.
Mynd: Grindavík-Fram
Guðmundur Torfason er einn af þeim sem eiga markametið í efstu deild hér á landi, 19 mörk. Hann er gestur vikunnar í podcastþættinum Miðjunni hér á Fótbolta.net en þar ræðir hann ferilinn sinn og meðal annars markametið sem hann jafnaði árið 1986 þegar hann lék með Fram.

Hlustaðu á þáttinn í spilaranum að neðan eða finndu hann á öllum helstu podcastveitum undir Fótbolti.net.

Pétur Pétursson hafði átt markametið með ÍA frá 1978 en í næst síðustu umferðinni 1986 skoraði Guðmundur tvö mörk gegn Víði Garði og jafnaði markametið. Þá átti hann einn leik eftir gegn KR í lokaumferðinni til að slá metið en í viðtalinu segir hann frá samtali við Ásgeir Elíasson þjálfara Fram á þeim tíma.

„Ég hafði tækifæri á að bæta metið en Geiri kom til mín og spurði hvort viltu bæta metið eða verða Íslandsmeistari? Ég svaraði 'bæði'. Hann sagði 'það er ekki hægt því þú átt að vera á miðjunni'," sagði Guðmundur í Miðjunni.

„Gunnar Gíslason var mjög öflugur hjá KR og ég átti að dekka hann og var því meira og minna í varnarhlutverki. Það mátti ekki tapa þessum leik og það var skrítin aðferðarfræði notuð. Geiri átti það til að koma með svona vinkla á leiki. Ég sagði bara 'ok geri það' og hlýddi bara þjálfaranum. Við vorum heppnir því KR átti skot í stöngina og voru með frábært lið en leikurinn fór 0-0 og fögnuðum titilinum."

Framarar enduðu með jafnmörg stig og Valur þetta sumarið en mun betri markamun og urðu því Íslandsmeistarar. Í viðtalinu ræðir Guðmundur frekar um markametið og þegar hann hitti Andra Rúnar Bjarnason er hann bættist í hópinn 2017.

Guðmundur varð annar leikmaðurinn til að ná 19 mörkum á eftir Pétri Péturssyni (1978). Í kjölfarið komu Þórður Guðjónsson (1993), Tryggvi Guðmundsson (1997) og Andri Rúnar Bjarnason (2017).
Miðjan - Gummi Torfa valdi fótboltaferil fram yfir tónlistina
Athugasemdir
banner
banner
banner