Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 29. apríl 2020 13:15
Magnús Már Einarsson
Innspark tekið upp í yngstu flokkunum á Íslandi
Lengri leiktími í 5. flokki
Úr leik í 5. flokki á N1 mótinu á Akureyri.
Úr leik í 5. flokki á N1 mótinu á Akureyri.
Mynd: Sigurður Svansson
Stjórn KSÍ hefur samþykkt nokkrar breytingar á reglum í yngstu flokkunum Íslandi. Um að ræða breytingar sem unnar voru og lagðar til af knattspyrnusviði KSÍ.

Breytingar eru á leiktíma leikja í Íslandsmóti í 5. aldursflokki. Áður var umræddur leiktími 2x 20 mínútur en verður nú 2x 30 mín. Leikhlé verður áfram fimm mínútur en því til iðbótar skal stöðva leik í u.þ.b. tvær mínútur um miðjan fyrri hálfleik og aftur um miðjan seinni hálfleik.

Einnig hafa breytingar verið gerðar á reglum um hvernig markspyrna skuli framkvæmd. Samkvæmt nýjum reglum er markmanni eða leikmanni heimilt, þegar markspyrna hefur verið dæmd, að koma bolta í leik með því að rekja hann af stað. Skulu allir mótherjar vera utan vítateigs þar til boltinn er kominn í leik.

Loks hafa breytingar verið gerðar á reglum um innkast. Í 5. flokki og yngri aldursflokkum skal í stað innkasts koma bolta í leik með innsparki eða knattraki. Innspark skal framkvæmt þannig að bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með sendingu. Óheimilt er að lyfta bolta hærra en í hnéhæð með innsparki og þá er óheimilt að skora beint úr innsparki.

Knattrak skal framkvæmt þannig að bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með því að rekja boltann af stað frá hliðarlínu. Leikmanni er heimilt að skora eftir að hann kemur bolta í leik með knattraki. Allir mótherjar verða að standa a.m.k. tveimur metrum frá þeim stað á hliðarlínunni sem taka á innspark eða knattrakið frá.
Athugasemdir
banner
banner
banner