Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 29. apríl 2020 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Joe Hart væri góður möguleiki fyrir Leeds"
Hart er varamarkvörður Burnley.
Hart er varamarkvörður Burnley.
Mynd: Getty Images
Fyrrum enski landsliðsmarkvörðurinn Paul Robinson hvetur Leeds United til að ná samningum við annan fyrrum enskan landsliðsmarkvörð, Joe Hart.

Hinn 32 ára gamli Hart rennur út á samningi hjá Burnley í sumar, en hann hefur ekki spilað í ensku úrvalsdeildinni.

Robinson spilaði með bæði Leeds og Burnley á ferli sínum. Hann væri til í að sjá Hart taka skrefið yfir til Leeds.

„Þegar þú ferð upp í ensku úrvalsdeildina þá viltu vera með leikmenn sem eru með úrvalsdeildarreynslu. Það er enginn stöðugleiki í markvarðarstöðunni hjá Leeds," sagði Robinson við MOT Leeds News.

„Ef Joe Hart vill fara og spila fótbolta þá held ég að hann yrði mjög góður möguleiki fyrir Leeds."

Kiko Casilla hefur verið aðalmarkvörður Leeds á þessari leiktíð, en hann hefur gert nokkur slæm mistök. Í febrúar síðastliðnum var hann svo dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttafordóma.

Leeds var á toppi Championship-deildarinnar þegar hlé var gert á tímabilinu vegna kórónuveirufaraldursins. Stuðningsmenn Leeds hafa gert sér vonir um að sjá liðið í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni síðan árið 2004.

Sjá einnig:
Joe Hart ekki spilað úrvalsdeildarleik í 400 daga
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner