Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 29. apríl 2020 20:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Allir að lækka launin og síðan er að detta inn atvinnumaður"
Mynd: Ujpest
Guðmundur Benediktsson stýrir þættinum Sportið í kvöld og gestir kvöldsins voru þeir Freyr Alexandersson og Hjörvar Hafliðason. Fyrsta málefni þáttarins var umræða um frétt dagsins en Aron Bjarnason er sagður á leið í Val.

„Börkur, Valur, allir að lækka launin og síðan er að detta inn atvinnumaður," sagði Gummi.

„Ég hef sagt það áður og ég er á sama máli. Ég væri langt í frá óánægður með það að þurfa taka á mig launalækkun ef ég fæ Aron Bjarnason til að hjálpa liðinu," bætti Gummi við.

„Þetta er vandmeðfarið," svaraði Freysi.

„Þetta er ágæt umræða þegar kemur að því að leikmenn taki á sig launalækkun og svo er tekinn inn maður. Ég held að þetta myndi ekki pirra mann," sagði Hjörvar.

„Þetta gæti pirrað einhverja ef menn eru í fjárhagslegum vandræðum," bætti Freysi við og hélt áfram: „Það er ekkert út á þetta setja út frá knattspyrnulegu sjónarmiði en auðvitað eru þetta skrítnir tímar og menn nýbúnir að taka á sig launalækkanir en heilt yfir held ég að menn fagni þessu eins og þú segir Gummi."

Sjá einnig:
Leikmenn og starfsmenn Vals taka á sig launalækkanir (1. apríl)
Athugasemdir
banner
banner
banner