Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. apríl 2020 18:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man Utd fær leyfi fyrir stæðum á Old Trafford
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur fengið leyfi fyrir því að breyta sætum í svæði þar sem áhorfendum er heimilt að standa. Hluti af J-stúkunni á Old Trafford yrði prófuð í þessu tilraunaverkefni.

Leyfi er gefið fyrir 1500 stæðum í norðaustur hluta leikvangsins og er áætlað að þessi stæði verði klár fyrir tímabilið 2020/21.

Þetta er tilraunaverkefni hjá United og er möguleiki að fleiri sætum verði breytt í stæði ef tilraunin reynist vel.

Talsmaður United segir hugmyndina koma frá stuðningsmönnum félagsins til að bæta enn í andrúmsloftið á næst stærsta leikvangi Englands.
Athugasemdir
banner
banner