banner
   mið 29. apríl 2020 23:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Neville orðinn pirraður: Erum við með íþróttamálaráðherra?
Mynd: Getty Images
„Eitt af stærstu vandamálum okkar er að við erum ekki með nein fyrirmæli sem allir geta fylgt, allir eru með mismunandi hagsmuni. Leikmenn, félög í neðrideildunum, félögin í úrvalsdeildinni, samtök stjóranna og stuðningsmenn. Það vantar einhvern til að stýra öllum þessum hópum," sagði Gary Neville á Sky Sports í dag.

Neville er ekki sáttur við takmarkaðar leiðbeiningar frá yfirvöldum hvernig lið, leikmenn og stjórar eigi að haga sér á þessum tímum kórónaveirunnar.

„Ég veit ekki einu sinni hver íþróttamálaráðherran er! Höfum við heyrt frá honum í þessari kreppu. Er hann til? Við sjáum alla aðra ráðherra á skjánum alla daga með upplýsingafundi, af hverju er íþróttamálaráðherra ekki þarna á þessum tímum að koma skilaboðum til okkar?"

„Úrvalsdeildin er að koma skilaboðum til okkar. Ég get ímyndað mér að fólk sé að vinna bakvið tjöldin sem getur bjargað okkur. Ég hef beðið í átta vikur. Við þurfum eitthvað sem fer strax í gildi til að vernda félögin og leikmenn."


Við þetta má bæta að íþróttamálaráðherra Bretlands er Nigel Adams.
Athugasemdir
banner
banner
banner