Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. apríl 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar: Súrt því mér var að ganga vel - Heilsa fólks alltaf í 1. sæti
Mynd: Getty Images
Í gær var tilkynnt að tímabilinu væri lokið í frönsku úrvalsdeildinni og næstefstu deild, keppni væri hætt.

Ekki verður tekin ákvörðun um hvort lið falli eða fari upp úr næstefstu deild en sú ákvörðun verður tekin á fundi í maí.

Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðsmarkvörður, er á mála hjá Dijon og hafði hann mátt þola bekkjarsetu lengstum á þessu tímabili en aðalmarkvörður liðiðsins meiddist í byrjun febrúar og hafði Rúnar byrjað síðustu fimm leiki liðsins.

Rúnar var til viðtals í þættinum Spotið í dag í dag og ræddi hann þar við Kjartan Atla Kjartansson.

„Ég held að þetta hafi verið rétt ákvörðun og rétt skilaboð send út í samfélagið þegar það er sett í útgöngubann að þá sé ekki verið að spila fótbolta," sagði Rúnar. Dijon var í 16. sæti deildarinnar áður en mótinu var upprunalega slegið á frest vegna heimsfaraldursins.

„Það er súrt að tímabilinu sé að ljúka svona snemma því ég var að standa mig vel og hefði fengið að spila næstu leiki. Heilsa fólks á alltaf að vera í fyrsta sæti."

Kjartan spurði Rúnar hvernig framhaldið hjá honum væri. „Ég ætla fara heim að æfa með KR og njóta þess að vera frjáls í fótbolta og skemmta mér aðeins."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner