Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. apríl 2020 19:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sýni úr Dybala jákvætt í fjórða sinn á sex vikum
Mynd: Getty Images
Paulo Dybala, framherji Juventus, greindist upprunalega með kórónaveiruna í marsmánuði. Samkvæmt heimildum CNN þá var nýjasta sýnið úr Dybala jákvætt og er það fjórða jákvæða sýnið úr Argentínumanninum á síðustu sex vikum.

Dybala var einn af þeim fyrstu hjá Juventus til að greinast með veiruna. Daniele Rugani og Blaise Matuidi voru einnig með veiruna og eru þeir allir búnir að ná sér.

„Dybala er á góðum stað, hann er ekki með nein einkenni og er að æfa. Hann er núna að bíða eftir niðurstöðu úr tveimur nýjum sýnum," sagði heimildamaður CNN.

Óvitað er hvenær Dybala fór síðast í sýnatöku en talsmaður Juventus segir leikmanninn enn vera að prófast með veiruna og þegar sýnin verða neikvæð þá verði þeim upplýsingum komið á framfæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner