Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. apríl 2020 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Trevor Cherry látinn - Lék tæplega 500 leiki með Leeds
Mynd: Getty Images
Trevor Cherry, fyrrum leikmaður Leeds og enska landsliðsins er látinn. Hann var 72 ára gamall.

Cherry lék nærri 500 leiki fyrir Leeds á blómaskeiði félagsins á áttunda áratug síðustu aldar og samtals 27 landsleiki.

„Þetta eru sorgleg tíðindi að Trevor Cherry, goðsögn hjá félaginu, er farinn frá okkur 72 ára gamall," segir í tiilkynningu Leeds í dag.

„Hugur okkar er með fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum."

Cherry var keyptur til Leeds árið 1972 frá Huddersfield og borgaði Leeds 100 þúsund pund fyrir varnarmanninn. Don Revie, þáverandi stjóri Leeds, sá hann sem arftaka Jack Charlton sem þá var að hætta. Charlton lék þó með Cherry á fyrstu leiktíð þess síðarnefnda hjá Leeds.

Leeds var marki undir gegn Sunderland í úrslitaleik bikasins vorið 1973 og átti hann flugskalla sem Jimmy Montgomery varði vel. Peter Lorimer náði frákastinu en Mongomery átti ótrúlega vörslu sem bjargaði Sunderland og er um að ræða eitt sögufrægasta augnablik í sögu enska bikarsins.

Cherry vann aldrei enska bikarinn en hann vann deildina tímabili seinna og var hluti af því þegar Leeds lék 29 leiki í röð án þess að tapa. Cherry varð fyrirliði Leeds árið 1976 og árið 2000 varð hann í 30. sæti í kosningu hjá Leeds yfir bestu leikmenn allra tíma hjá félaginu. Árið 1980 var Cherry hluti af enska landsliðinu sem tók þátt á EM.

Seinna fór Cherry til Bradford og tók í kjölfarið við þar sem spilandi þjálfari.


Athugasemdir
banner
banner
banner