Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 29. apríl 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Upamecano sagður vera búinn að samþykkja að fara í Bayern
Dayot Upamecano.
Dayot Upamecano.
Mynd: Getty Images
Sagan segir að varnarmaðurinn eftirsótti Dayot Upamecano sé búinn að samþykkja að ganga í raðir Bayern München í sumar.

Samkvæmt þýska fjölmiðlinum Bild er Bayern búið að vinna kapphlaupið um franska varnarmanninn.

Samningur Upamecano við RB Leipzig rennur út sumarið 2021, en hann er með riftunarverð í samningi sem talið er vera 58 milljónir evra. Bayern ætlar sér að reyna að fá Leipzig til að samþykkja lægra tilboð.

Upamecano, sem er aðeins 21 árs, hefur verið orðaður við stærstu félög Evrópu og má þar til að mynda nefna Real Madrid, Paris Saint-Germain og Manchester City. Hann kom til Leipzig árið 2017 frá Red Bull Salzburg.

Áður en hlé var gert á þýsku úrvalsdeildinni vegna kórónuveirufaraldursins var Bayern á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forskot. Leipzig var í þriðja sæti með fimm stigum minna en stórveldið frá München.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner