Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 29. apríl 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildarleikmenn prófaðir tvisvar í viku?
Mynd: Getty Images
Félög í úrvalsdeildinni munu fá kynningu á tillögu sem snýr að því að leikmenn félagana verði prófaðir fyrir kórónaveirunni tvisvar í viku, ef stjórnvöld samþykkja þau áform sem liggja fyrir að leikmenn snúi til baka til hefðbundina æfinga.

Dr. Mark Gillett, læknisráðgjafi úrvalsdeildarinnar, setti fram þessa tillögu eftir að hafa ráðfært sig við kollega sína í Evrópu.

Úrvalsdeildin mun greiða fyrir sýnatökurnar og enginn peningur verður fenginn úr ríkissjóðum. Umræða var um þessa tillögu á fundi þar sem fulltrúar allra félagana voru viðstaddir þann 25. apríl.

Á föstudag munu félögin fá fullbúna tillögu í hendurnar og verða þá beðin um sína skoðun á henni. Á þessum tímapunkti stefnir úrvalsdeildin á að hefja leik að nýju í júní fyrir luktum dyrum.
Athugasemdir
banner
banner