banner
   mið 29. apríl 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Vill ekki sjá fótboltann byrja fyrr en í september
Michel D'Hooghe.
Michel D'Hooghe.
Mynd: Getty Images
Michel D'Hooghe, yfirmaður læknasviðs FIFA, vill að keppni í deildum Evrópu hefjist ekki í fyrsta lagi fyrr en í september vegna kórónaveirunnar.

D'Hooghe segist að staðan í heiminum sé sú dramatískasta síðan í seinni heimsstyrjiöldinni.

Aðspurður hvort að hann vilji ekki sjá fótboltann af stað á ný fyrr en í september sagði D'Hooghe: „Það er persónuleg skoðun mín. Heimurinn er ekki tilbúinn í keppnis fótbolta."

„Ég vona að þetta breytist mjög fljótt en svona er staðan í dag. Í dag þurfum við meiri þolinmæði."

„Fótbolti er alltaf íþrótt með snertingum og það fyrsta sem allir segja er að við eigum að forðast snertingar í augnablikinu. Fótboltinn getur einungis snúið aftur þegar snertingar verða mögulegar á ný."

Athugasemdir
banner