Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 29. apríl 2020 14:00
Magnús Már Einarsson
Wesley óttaðist að ferillinn væri á enda
Mynd: Getty Images
Wesley, framherji Aston Villa, segist hafa óttast að ferillinn væri á enda eftir að hann meiddist illa á liðböndum í hné í janúar síðastliðnum.

Wesley meiddist eftir tæklingu frá Ben Mee, varnarmanni Burnley, í leik á Nýársdag.

„Læknirinn útskýrði fyrir mér að ég hefði slitið liðbönd. Ég grét á hverjum degi og óttaðist að ég myndi ekki spila aftur. Fjölskylda mín sýndi mér stuðning," sagði Wesley.

„Ég vil jafna mig sem fyrst til að færa stuðningsmönnum Aston Villa gleði en þeir hafa alltaf sýnt mér stuðning. Ég vil líka snúa aftur í landsliðið. Ég get ekki beðið eftir að spila aftur."

Wesley er 23 ára gamall Brasilíumaður en hann er í endurhæfingu í heimalandi sínu í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner