fös 29. júní 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Allar Afríkuþjóðirnar dottnar út - Í fyrsta sinn frá 1982
Nígería var í riðli með Íslandi og rétt missti af 16-liða úrslitunum.
Nígería var í riðli með Íslandi og rétt missti af 16-liða úrslitunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki ein Afríkuþjóð verður með í 16-liða úrslitunum á HM í Rússlandi.

Riðlakeppninni lauk í gær og þar féll síðasta von Afríku, Senegal, úr leik á dramatískan hátt.

Senegal varð fyrsta liðið í sögunni til þess að falla úr leik á háttvísisstigum. Senegal fékk sex gul spjöld á meðan Japan fékk fjögur gul spjöld. Japan fer áfram vegna þess.

Sjá einnig:
Færri spjöld skiluðu Japan áfram - Skrautlegar lokamínútur

Þar sem Senegal féll út verður engin Afríkuþjóð með í 16-liða úrslitunum. Þetta er í fyrsta sinn frá 1982 þar sem engin þjóð frá Afríku kemst upp úr riðlakeppninni.

Liðin frá Afríku sem tóku þátt á HM í Rússlandi: Senegal, Nígería, Túnis, Marokkó og Egyptaland.







Athugasemdir
banner
banner