Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 29. júní 2018 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ballack setur spurningamerki við samning Joachim Low
Joachim Low hefur verið gagnrýndur töluvert eftir HM
Joachim Low hefur verið gagnrýndur töluvert eftir HM
Mynd: Getty Images
Fyrrum fyrirliði Þýskalands, Michael Ballack setur spurningarmerki við þá ákvörðun að gefa þjálfara Þýskalands, Joachim Low nýjan samning skömmu fyrir heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Þýskaland enduðu neðstir í F-riðli heimsmeistaramótsins og munu því ekki verja heimsmeistaratitil sinn.

Þýskaland hefur ekki dottið svona snemma út úr HM síðan árið 1938 og skiljanlega er mikil reiði í Þjóðverjum um þessar mundir.

Einn af þeim er Michael Ballack sem spilaði 98 landsleiki á ferli sínum en hann var hissa á að sjá hversu slakir Þjóðverjar voru í Rússlandi.

„Ég var í algjöru sjokki eftur úrslitin gegn Suður-Kóreu á miðvikudag. Eftir Evrópumótið og heimsmeistaramótið má gagnrýna þá vinnu sem hefur verið gerð undanfarin tvö ár," sagði Ballack.

Low skrifaðu undir nýjan samning við Þýskaland fjórum vikum fyrir HM en samningurinn gildir til 2022. Ballack telur það hafa verið mistök hjá þýska knattspyrnusambandinu.

„Hvort Low sé enn rétti maðurinn í starfið get ég ekki sagt um en það er óafsakanlegt að sjá lið með þessi gæði enda í neðsta sætinu í þessum riðli. Hvernig geta þessir leikmenn átt í erfiðleikum með grunnatriði knattspyrnunnar?"
Athugasemdir
banner
banner