fös 29. júní 2018 17:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gaui Þórðar: Ótímabær ákvörðun hjá Ragga
Icelandair
Guðjón Þórðarson.
Guðjón Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Guðni Fjóluson.
Jón Guðni Fjóluson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vonandi verður Heimir áfram.
Vonandi verður Heimir áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar íslenska landsliðið var að fljúga heim frá Rússlandi eftir Heimsmeistaramótið þar í landi birti miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson, lykilmaður í landsliðinu, óvænta færslu á Instagram þar sem hann kvaðst hættur í landsliðinu.

„Þvílík ferð sem þetta hefur verið. Við vildum meira út úr þessu Heimsmeistaramóti en heppnin var ekki með okkur. Það hefur verið heiður að spila fyrir þjóð mína með vinum mínum og að hafa náð þessum árangri. Nú er kominn tími fyrir yngri strákanna að taka við vörninni. Miklar þakkir til allra þeirra sem tóku þátt í þessu ótrúlega ferðalagi," skrifaði hinn 32 ára gamli Raggi á Instagram.

Þetta er afar sárt fyrir íslenska landsliðið enda hefur Ragnar ásamt Kára Árnasyni myndað ógnarsterkt miðvarðarpar. Kári er líklega ekki að fara að spila fleiri landsleiki heldur.

Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, var gestur í hlaðvarpi Hjörvar Hafliðasonar "Dr. Football" í dag. Guðjón tjáði sig þar um stöðu Ragnars.

„Mér finnst það ótímabært, Raggi á meira eftir," sagði Guðjón.

„Ég myndi vilja sjá Ragga næstu tvö ár, allavega. Hann er með eiginleika sem geta nýst landsliðinu áfram. Menn taka oft ákvarðanir í tilfinningarússíbana. Ég vona að hann snúi ákvörðuninni við."

„Samstarf Kára og Ragga hefur verið til fyrirmyndar."

Jón Guðni og Guðlaugur Victor
Hjörvar fór um víðan völl í hlaðvarpinu með Guðjóni og spurði hann meðal annars í landsliðsvalið fyrir HM. Guðjón hefði viljað sjá miðjumanninn Guðlaug Victor Pálsson í hópnum og mögulega varnarmanninn Jón Guðna Fjóluson líka.

Jón Guðni, sem leikur með Norrköping í Svíþjóð gæti fengið fleiri tækifæri núna ef Ragnar og Kári munu ekki spila meira. Guðjón er hrifin af honum.

„Jón Guðni í þeim tækifærum sem hann hefur fengið með landsliðinu hefur hann staðið sig mjög vel. Hann er yfirvegaður, sterkur líkamlega og les leikinn ágætlega. Það er hagstætt að hafa örfættan hafsent, það gefur vörninni ákveðið vægi. Jón Guðni hefur staðið sig mjög vel í Svíþjóð."

„Ég tel Jón Guðna fyllilega tilbúinn til þess að koma inn í landsliðið. Ég hefði treyst honum til að spila í þessari keppni."

Guðjón nefndi líka Guðlaug Victor en hann hefur ekki verið inn í náðinni hjá Heimi Hallgrímssyni. Guðjón sagði að það hefði mögulega verið gott að hafa Guðlaug sem staðgengil fyrir Aron Einar Gunnarsson sem var tæpur fyrir mótið.

Næsti landsliðsþjálfari?
Vangaveltur eru um framtíð Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara. Heimir sagði eftir HM að hann myndi taka 1-2 vikur í umhugsunarfrest hvort hann myndi halda áfram eða ekki.

Sjá einnig:
Heimir vekur mikla athygli - „Báðum hann ekki um að koma"

„Það er ljóst að það eru einhverjir sem eru tilbúnir að ráða Heimi til starfa. Heimir hefur fullt af hlutum fram að færa og það væri galið ef það væri ekkert lið að skoða hann. Heimir ætti að taka slaginn, að fara erlendis og reyna fyrir sér. Þetta er tímapunkturinn. Hann er búin að eiga mjög farsælan feril hérna. Ef honum stendur til boða freistandi starf þá á hann að taka þann slag," sagði Guðjón.

„Ég hef ekkert heyrt nema kjaftasögur. Ég heyrði að hann færi þangað sem talað væri skrítið mál og það fyrir góðan pening."

En hver ætti að taka við af Heimi?

„Þessi ákvörðun er mjög erfið en ég held ég myndi reyna að vinna á þeim forsendum sem Lars lagði grunninn að og Heimir hefur fylgt. Ég myndi ráða mann sem kemur inn í ákveðið umhverfi og staðlað kerfi sem á að vinna eftir, ekki sprengja það upp. Það er mjög mikilvægt að finna rétta manninn í það."

„Ég tel að góður Skandínavi myndi henta íslenska liðinu mjög vel. Ég myndi ekki vilja taka inn Suður-Evrópumann. Við þurfum að taka inn mann sem metur styrkleika okkar rétt, spilar á styrkleikunum og ýtir út veikleikunum."

Guðjón nefnir Norðmanninn Age Hareide sem gott dæmi. Hann tók við Danmörku og er að skila starfi. Hann vill að svipuð týpa sé fundin ef Heimir hættir.

Erik Hamren, fyrrum landsliðsþjálfari Svía, er nefndur í umræðuna og einnig Janne Andersson, núverandi landsliðsþjálfari Svía.

Gaui telur að enginn íslenskur þjálfari geti tekið starfið í dag. Rúnar Kristinsson er mögulegur framtíðarkandídat.

Hjörvar verpir upp athyglisverðum kosti byggðan á tengslaneti Guðna Bergssonar, formanns KSÍ. Guðni þekkir Sam Allardyce, fyrrum landsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara Everton, vel, en hann er mjög ólíklegur kostur, þá aðallega vegna þeirra tekja sem Allardyce mun fara fram hjá.

Flestir Íslendingar vonast eflaust að Heimir verði áfram og halda áfram að byggja á því sem hann og Helgi Kolviðsson hafa verið að gera síðustu árin.

Umræðuna má sjá hér að neðan. Mjög mjög áhugavert!


Athugasemdir
banner
banner