fös 29. júní 2018 17:30
Fótbolti.net
Hvernig gekk HM spáin upp?
Spámenn Fótbolta.net spáðu Íslandi áfram.
Spámenn Fótbolta.net spáðu Íslandi áfram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum.
Þjóðverjar ollu miklum vonbrigðum.
Mynd: Getty Images
Áður en HM í Rússlandi hófst stóð Fótbolti.net fyrir spá í riðlakeppnina.

Nú er riðlakeppninni lokið og því vert að sjá hvernig fór.

11 af 16 rétt
Spámenn okkar náðu 11 af þeim 16 þjóðum sem munu spila í 16-liða úrslitunum rétt.

Íslandi var auðvitað spá áfram en því miður þá komumst við ekki áfram. Þýskalandi var líka auðvitað spáð áfram en olli miklum vonbrigðum. Hinar þrjár þjóðirnar sem var spáð áfram en féllu út eru: Egyptaland, Perú og Pólland.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Sjá einnig:
HM spáin í heild sinni - Hvaða lið komast áfram?

16-liða úrslitin:

Laugardagur 30. júní
14:00 Frakkland - Argentína (Kazan)
18:00 Úrúgvæ - Portúgal (Sochi)

Sunnudagur 1. júlí
14:00 Spánn - Rússland (Moskva)
18:00 Króatía - Danmörk (Nizhniy Novgorod)

Mánudagur 2. júlí
14:00 Brasilía - Mexíkó (Samara)
18:00 Belgía - Japan (Rostov-On-Don)

Þriðjudagur 3. júlí
14:00 Svíþjóð - Sviss (Sankti Pétursborg)
18:00 Kólumbía - England (Moskva)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner