Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 29. júní 2018 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Velur Hannes sem einn besta markvörðinn á HM
Icelandair
Hannes átti draumaleik gegn Argentínu.
Hannes átti draumaleik gegn Argentínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Riðlakeppninni á HM er lokið og Ísland er eins og allir landsmenn vita úr leik.

Ísland gerði jafntefli gegn Argentínu í fyrsta leik sínum en tapaði svo fyrir Nígeríu og Króatíu. Ísland var ekki langt frá því að komast áfram, en liðið var að pressa stíft á Króatíu á síðustu 10 mínútunum í leik liðanna við Rostov-On-Don. Ísland henti öllum fram og var refsað fyrir það. Ef Ísland hefði unnið leikinn þá hefðum við farið áfram í stað Argentínu. En áfram gakk.

Leikmenn Íslands stóðu sig vel á mótinu. Emil Hallfreðsson var besti maður Íslands samkvæmt einkunnagjöf Fótbolta.net en aðeins einn leikmaður Íslands kemst á lista sem Sam Tighe, blaðamaður Bleacher Report, henti saman. Hann velur þar 10 bestu leikmennina í hverri stöðu eftir riðlakeppnina á HM.

Hannes Þór Halldórsson er eini leikmaður Íslands sem var einn af 10 bestu leikmönnunum í sinni stöðu samkvæmt Tighe.

Hann setur Hannes í sjöunda sætið yfir bestu markverðina en frammistaða Hannesar gegn Argentínu spilar þar líklega stóran þátt. Hannes varði víti frá Lionel Messi í þeim leik og var heilt yfir stórkostlegur í leiknum í Moskvu.

Hannes er í sjöunda sæti en fyrir ofan hann er Kasper Schmeichel, markvörður Danmörku. Efstur á listanum er Jo Hyeon-woo, markvörður Suður-Kóreu, en hann átti magnaðan leik gegn Þýskalandi, í 2-0 sigri.

Með því að smella hér má sjá listann í heild sinni. Einnig er myndband hér að neðan.



Athugasemdir
banner
banner
banner