Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 29. júní 2020 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Held að allir viti að Kiddi er frábær fótboltamaður"
Kristinn skoraði í fyrstu umferð, tvö mörk í bikarnum og eitt í kvöld.
Kristinn skoraði í fyrstu umferð, tvö mörk í bikarnum og eitt í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir í Pepsi Max-deildinni. Liðið sigraði Fjölni 3-1 á heimavelli í kvöld.

Kristinn Steindórsson skoraði fyrsta mark Blika strax á níundu mínútu. Markið er það fjórða í þeim þremur leikjum sem Kristinn hefur tekið þátt í til þessa í sumar.

„Kiddi Steindórs getur ekki hætt að skora í nýju vapornum! Misskilningur hjá Fjölni þegar Oliver kemur með fyrirgjöf og Atli og varnarmaður Fjölnis, fara í sama bolta og boltinn dettur út á Kidda Steindórs sem skallar hann yfir Atla og í netið!" skrifaði Egill Sigfússon í textalýsingu þegar hann lýsti marki Kidda í kvöld.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var spurður hvað hann væri að gera við Kidda sem virkar svona vel.

„Ég held að allir viti að Kiddi er frábær fótboltamaður. Hann er góður upp við markið, frábær leikmaður og kannski vantar mann eitthvað sjálfstraust og að líða vel. Ég held honum líði vel hjá okkur og það skilar sér inn á vellinum," sagði Óskar.

Viðtalið í heild sinni má sjá og heyra hér að neðan.
Óskar Hrafn: Staðan í deildinni er augnabliksmynd
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner