mán 29. júní 2020 07:30
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvenær Finnur Tómas snýr aftur
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alls óvíst er hvenær Finnur Tómas Pálmason, varnarmaður KR, verður klár í slaginn á nýjan leik.

Finnur fékk þungt högg á ristina gegn Val í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar fyrir rúmum tveimur vikum.

„Finnur Tómas er ennþá frá og algjörlega óvíst hversu lengi það verður og það sama á við um Björgvin (Stefánsson)." sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, við Fótbolta.net í gærkvöldi.

„Þetta var mikið högg sem hann fékk á ristina og hann er ekki byrjaður að skokka. Hann er labbandi og bíður eftir að verkurinn hverfi og hjaðni," sagði Rúnar einnig um Finn Tómas.

KR vann 2-1 sigur á ÍA í gærkvöldi en þar kom Arnór Sveinn Aðalsteinsson aftur inn í vörnina eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sem hann varð fyrir gegn Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner