Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 29. júlí 2020 23:03
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Kormákur/Hvöt vann toppslag - Kría skoraði tíu
Úr leik Snæfell og Álafoss í kvöld.
Úr leik Snæfell og Álafoss í kvöld.
Mynd: Hanna Símonardóttir
Hilmar Þór Kárason setti tvö fyrir Kormák/Hvöt.
Hilmar Þór Kárason setti tvö fyrir Kormák/Hvöt.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Kría valtaði yfir Mídas.
Kría valtaði yfir Mídas.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Síðustu leikjum kvöldsins er lokið í 4. deildinni og litu nokkur áhugaverð úrslit dagsins ljós.

Í A-riðli hafði Léttir betur gegn ÍH í afar dramatískum leik. ÍH jafnaði tvívegis í leiknum, í seinna skiptið á 91. mínútu, en tókst samt að tapa leiknum þökk sé sigurmarki frá Arnari Marinóssyni á 93. mínútu.

Botnliðin tvö, Uppsveitir og Afríka, töpuðu bæði á heimavelli. Ýmir hafði betur gegn Uppsveitum á meðan GG lagði Afríku.

Toppbaráttan í A-riðli er afar spennandi þar sem Ýmir er einu stigi eftir KFS. Léttir og ÍH koma þremur stigum þar á eftir, en ÍH á leik til góða.

A-riðill:
Uppsveitir 1 - 3 Ýmir
0-1 Davíð Birkir Sigurjónsson ('24)
0-2 Birgir Magnússon ('40)
0-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('65)
1-3 Máni Snær Benediktsson ('82)

ÍH 2 - 3 Léttir
1-0 Pétur Hrafn Friðriksson ('45)
1-1 Jón Már Ferro ('54, sjálfsmark)
1-2 Viktor Ingi Kristjánsson ('68)
2-2 Atli Hrafnkelsson ('91)
2-3 Arnar Marinósson ('93)

Afríka 1 - 3 GG
1-0 Robert Stanislaw Makowski ('17)
1-1 Sigurður Þór Hallgrímsson ('42)
1-2 Jón Gestur Ben Birgisson ('50)
1-3 Sigurður Þór Hallgrímsson ('78)



Í B-riðli hafði Kormákur/Hvöt betur í toppslagnum gegn Skautafélagi Reykjavíkur. Hilmar Þór Kárason skoraði tvennu er Kormákur/Hvöt vann 4-2 og er með 16 stig eftir sjö umferðir.

KFR hafði þá betur gegn Stokkseyri í suðurlandsslag. KFR fer í annað sæti með sigrinum og er í öðru sæti, tveimur stigum eftir Kormáki/Hvöt.

Álafoss lagði þá Snæfell að velli í botnslagnum og er komið með fjögur stig.

B-riðill:
Snæfell 2 - 4 Álafoss

0-1 Tómas Atli Björnsson ('8)
0-2 Ísak Máni Viðarsson ('33)
1-2 Dominik Wojciechowski ('45)
2-2 Leó Örn Þrastarson ('72)
2-3 Ísak Máni Viðarsson ('77)
2-4 Ægir Örn Snorrason ('91)

Kormákur/Hvöt 4 - 2 SR
1-0 Hilmar Þór Kárason ('3)
1-1 Jóhannes Kári Sólmundarson ('13)
2-1 Ingvi Rafn Ingvarsson ('36)
3-1 Oliver James Kelaart Torres ('63)
3-2 Jón Konráð Guðbergsson ('70)
4-2 Hilmar Þór Kárason ('80)

KFR 4 - 2 Stokkseyri
0-1 Arilíus Óskarsson ('10)
1-1 Benedikt Óskar Benediktsson ('19)
2-1 Jóhann Gunnar Böðvarsson ('21)
3-1 Gunnar Sigfús Jónsson ('86, sjálfsmark)
4-1 Stefán Bjarki Smárason ('90)
4-2 Andri Einarsson ('95)
Rautt spjald: Erling Ævarr Gunnarsson, Stokkseyri ('91)



Hamar heldur áfram að rúlla yfir C-riðilinn með sigri á botnliði KM. Hvergerðingar eru með 21 stig eftir 8 umferðir, fjórum stigum fyrir ofan KÁ.

Í D-riðli skoraði Kría tíu mörk gegn Mídas og endurheimti toppsætið af KH, sem er tveimur stigum á eftir með leik til góða.

C-riðill:
KM 0 - 4 Hamar

0-1 Atli Þór Jónasson ('15)
0-2 Oskar Dagur Eyjólfsson ('40)
0-3 Bjarki Rúnar Jónínuson ('66)
0-4 Matthías Ásgeir Ramos Rocha ('67)

D-riðill:
Mídas 1 - 10 Kría
0-1 Jóhannes Hilmarsson ('2)
1-1 Steinar Haraldsson ('10)
1-2 Jóhannes Hilmarsson ('18)
1-3 Fannar Freyr Ómarsson ('19)
1-4 Leifur Þorbjarnarson ('32)
1-5 Jóhannes Hilmarsson ('51)
1-6 Agnar Guðjónsson ('57)
1-7 Bjarni Rögnvaldsson ('65)
1-8 Jóhannes Hilmarsson ('77)
1-9 Gunnar Birnir Ólafsson ('85)
1-10 Guðmundur Örn Árnason ('88)

Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner