Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 29. júlí 2020 20:56
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Brentford skoraði þrjú og tryggði sig í úrslitaleikinn
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Brentford 3 - 1 Swansea (3-2 samanlagt)
1-0 Ollie Watkins ('11)
2-0 Emiliano Marcondes ('15)
3-0 Bryan Mbeumo ('46)
3-1 Rhian Brewster ('78)

Brentford er komið í úrslitaleik umspilsins um sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir góðan sigur gegn Swansea í kvöld.

Swansea vann fyrri leik liðanna í Wales 1-0 og því þurfti Brentford að sigra með tveggja marka mun eða meira til að komast áfram og sleppa við framlengingu.

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn sem komust í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungnum. Brentford var betri aðilinn í fyrri hálfleik og voru það Ollie Watkins og Emiliano Marcondes sem gerðu mörkin.

Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Bryan Mbeumo þriðja markið en Svanirnir héldu áfram að berjast, þeir þurftu tvö mörk til að fara í framlengingu þar sem mörk á útivelli gilda ekki í umspilinu.

Þeir komust þó lítið áleiðis og tókst ekki að minnka muninn fyrr en á 78. mínútu, þegar Rhian Brewster nýtti sér varnarmistök.

Swansea reyndi að jafna en heimamenn í Brentford komust nær því að skora á lokamínútunum þegar Said Benrahma skaut í slánna af stuttu færi.

Hvorugu liði tókst að bæta marki við leikinn og getur Brentford komist upp í úrvalsdeildina í fyrsta sinn. Brentford mætir annað hvort Cardiff City eða Fulham í úrslitaleik um síðasta lausa sætið í deild þeirra bestu.
Athugasemdir
banner